Tuesday, April 5, 2011

Góðan og blessaðan daginn. Nú er sko langt síðan síðast!

Fallegt í Hoi An að kvöldi til
Síðasta blogg endaði þannig að við vorum á leið til Hoi An, sem er ljúfur og huggulegur bær í Víetnam. Þangað fórum við með svefnrútu þar sem við vorum dauðhræddar megnið af ferðinni enda umferðin í asíu ekkert grín eins og við höfum minnst á nokkrum sinnum og ekki er maður öruggari þegar vegirnir eru rennandi blautir, úti niðdimm nótt og stærðarinnar trukkar lagðir hér og þar í vegaköntum. En við komumst þó kátar á leiðarenda, eins og venjulega.

Í Hoi An eyddum við nokkrum dögum og þá aðallega í heimsóknum hjá Tea, klæðskeranum okkar eða hjá stelpunum í 9, sem sáu um að búa til sérsaumuðu skóna okkar. Held að það að láta sauma á sig skó og föt sé nokkuð sem við Bylgja gætum vel vanist. Við stóðum okkur amk mjög vel í þessari frumfraun okkar í greininni. Svo vel að við neyddumst til að kaupa okkur nýjar töskur til að koma öllum herlegheitunum fyrir. Nokkuð mikill prinsessu bragur yfir dvöl okkar þarna. Við kíktum nú samt líka aðeins á ströndina, fórum í strandpartý og hjólatúra, borðuðum talsvert mikið af Cao lu og nutum lífsins í þessum fallega bæ sem Hoi An er.

Komnar til Halong Bay
Næst lá leið okkar til Hanoi. Við ákváðum að fljúga þangað. Með því styttum við ferðalagið úr um það bil sólarhrings rútuferð, með stoppum, niður í klukkustundar langt flug. Ekki svo slæmt það. Þegar þarna var komið vorum við farnar að ferðast í samfloti með vinum okkar frá Kanada og Svíþjóð. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt hvað maður er alltaf að rekast á sama fólkið á svona ferðalagi, en stráknum frá Kanada kynntumst við upphaflega í Laos og höfðum eytt talsverðum tíma með honum þar. Það voru því virkilega ánægjulegir endurfundir sem við áttum í Hoi An þegar við rákumst á hann á götu úti :)

Þegar við lentum í Hanoi var fyrsta verk okkar þar að bóka okkur ferð til Halong Bay. Vorum ekki komin út af flugvellinum þegar við vorum komin með far með lúxus taxa inní miðbæ, hótelgistingu og ferð með gistingu í Halong Bay. Ekki svo slæmt. 

Silja, Bylgja, Daniel & Dan í Halong Bay
Snemma næsta morgun vorum við lögð af stað til Halong Bay. Þar eyddum við tveimur dögum og einni nóttu á glæsilegum báti. Fengum ofsalega fína káetu sem var bara eins og fínasta hótelherbergi, borðuðum allskyns gómsætan mat, kynntumst nýju og skemmtilegu fólki, sungum í karaoke með áhöfninni, lékum okkur á Kajak (frekar stressaðar), skoðuðum náttúruundur og höfðum það fáránlega gott. Mikið leið okkur vel þarna á sjó úti. Dásamleg náttúrufegurð, góður matur og frábær félagsskapur. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira :) 

Halong Bay
Bylgja skipstjóri á Halong Bay
Komum svo aftur til Hanoi – röltum um borgina, kvöddum strákana og fórum snemma í háttinn enda áttum við flug til Bangkok snemma næsta morgun.

Flugið sem var 2 tímar gekk vel og ekki löngu seinna vorum við komnar í Siam verslunarmiðstöðina ;) haha aaaðeins að bæta í töskurnar. Röltum svo um Khao San – Backpackers street áður en við héldum í háttinn – glaðar í bragði yfir að vera komnar aftur til Thailands.

Planið var að eyða 4 dögum í Bangkok áður en við myndum halda til London. Þessi plön breyttust heldur betur því morgunin eftir vaknaði ég svoleiðis fárveik að það var ekkert annað í stöðunni en að þjóta beint á næsta sjúkrahús. Það gerðum við og næstu 5 dögum eyddi ég á Bumrungrad sjúkrahúsinu í Bangkok. 

Við stöllur höfum ekki verið neitt sérstaklega duglegar við að blogga um hluti sem okkur finnst ekki skemmtilegir eða áhugaverðir, enda kannski engin ástæða til, og þar af leiðandi höfum við lítið komið inná veikindin sem hafa hrjáð okkur og þá aðallega mig á ferðalaginu. Málið er að síðan í Laos hef ég verið að berjast við einhver veikindi í maganum. Ekkert sem ég lét skemma neitt alvarlega fyrir mér samt. Einhverjir dagar urðu að engu þar sem ég lá eins og auli en aðallega voru þetta óþægindi sem vissulega hefði verið betra að vera laus við en þó ekkert sem ég gat ekki harkað af mér. Svona er maður mikill harðjaxl ;)
Ég kíkti þó til læknis í Víetnam sem greindi mig með sníkjudýr í maganum og gaf mér lyf við því sem ég tók samviskusamlega í 10 daga. Um 15 dögum seinna var ég þó engu betri og sendi manninum tölvupóst. Svar fékk ég nokkrum dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa ekki haft samband en blóðprufan og sýnin sem hann tók höfðu ekki skilað neinu um hvað væri að hrjá mig. Hann stakk upp á því að ég færi til læknis ef ég yrði ekki betri fljótlega. Takk fyrir það vinur. Þarna var ég búin að vera veik, af og á, í um það bil 4 vikur.

Ég ákvað þarna að harka bara af mér þangað til ég kæmi heim enda stutt í heimkomu og þar sem ég hafði lifað með þessu þetta lengi gæti ég alveg gert það örlítið lengur.

Aldeilis ekki. Eftir allskyns rannsóknir, myndatökur, prufur og sýni var ég greind með mikla bakteríu/veiru sýkingu og lá næstu daga með næringu í æð í bland við lyfjakokteil sem varð til þess að mér fór smátt og smátt að líða betur.

Ég þakka bara almættinu fyrir að þetta gerðist í Thailandi en ekki einhvers staðar annars staðar því ég er ekki viss um að ég hefði fengið eins góða meðhöndlun í hinum löndunum sem við heimsóttum. Kannski er það fáfræði í mér, ég veit það ekki, en það sem ég veit er að Bumrungrad sjúkrahúsið er á við 5 stjörnu hótel í aðstöðu og starfsfólkið þar er einstaklega vinalegt.

Mest verð ég þó að þakka henni Bylgju minni fyrir að hafa verið við hlið mér sem klettur allan tímann! Á meðan ég var sárkvalin og síðan út úr heiminum lyfjuð sá hún um að hringja óteljandi símtöl heim og í tryggingarnar til að hafa okkar mál á hreinu. Hún talaði við hjúkurnarfólk, lækninn, skrifstofufólk, flutti farangurinn okkar og já bara hélt öllu gangandi þessa daga sem ég tók í að láta mér batna. Þetta hefur vafalaust ekki verið auðvelt eða skemmtilegt. Sérstaklega ekki í ljósi þess að allir dagarnir okkar í Bangkok urðu að engu og dagarnir 4 sem við ætluðum að njóta í London urðu að einum sólarhring.
Ég vona bara að hún viti hvað ég mat þess mikils að hafa hana þarna með mér, því það var ekkert sjálfsagt að hún fengi að vera þarna áfram því tryggingarnar voru ekkert á því að samþykkja hana sem minn nánasta aðstandanda í byrjun – en stelpan stóð föst á sínu og fékk því svo framgengt.

Svo TAKK innilega elsku bestasta Bylgja mín :* Þú ert mikill gullmoli sem ég er heppin að eiga í lífi mínu.

En jæja já. Á endanum var ég útskrifuð „ferðafær“ og við héldum af stað til London. Erfiðar flugferðir verð ég að viðurkenna, enda ég ekki orðin heil heilsu ennþá en eitthvað hefur Evrópu loftið gert mér gott því þegar ég vaknaði í London var ég mun hressari en ég hafði verið lengi og við Bylgja eyddum deginum á Oxford Street þar sem við versluðum frá okkur allt vit, nutum góða veðursins og plönuðum næstu heimsókn okkar til þessarar höfuðborgar Englands ;)

Gullmolinn minn á Oxford Street :)
Um kvöldið vorum við komnar aftur á Heathrow – spenntari en lítil börn á jólunum yfir því að vera á leiðinni heim. Í flugvélinni flissuðum við þegar flugfreyjan bauð okkur góða kvöldið  á íslensku og svo skellihlógum við yfir Stellu í Orlofi megnið af ferðinni.

Lentum í Keflavík þar sem jólasnjór tók á móti okkur. Ekki alveg að ganga við sandalana mína en flíspeysan bjargaði þessu fyrir horn.

Bylgja kom óvænt heim í frænkupartý og voru fagnaðarfundirnir miklir. Allir í skýjunum yfir að fá stelpuna sína heim – enda var ekki von á henni heim fyrr en „bara einhvern tímann“ svo þetta var mikil og óvænt gleðistund :)

Sjálf eyddi ég kvöldinu í að knúsa vel valda einstaklinga og að máta allt nýja dótið mitt – yfir mig hamingjusöm yfir því að vera komin heim í fallega fallega Hafnarfjörðinn
- Að minnsta kosti þangað til næst ;)

Ég held ég láti þetta duga að sinni og vil um leið hvetja ALLA til að byrja að safna fyrir svona ferð því þetta er vafalaust það besta og skemmtilegasta sem ég hef gert og það geta þetta ALLIR – sama á hvaða aldri fólk er :)

Takk allir fyrir að lesa!!

Knús

- Silja Margrét 

Wednesday, March 16, 2011

Nah Trang

Jaejaaa!
Thegar Bylgja kvaddi ykkur sidast vorum vid a leidinni til Nah Trang, sem er huggulegur strandbaer herna i Vietnam. Svo huggulegur ad planid okkar um ad vera thar i viku hefur lengst orlitid, thvi her erum vid enn, 11 dogum seinna!

Fyrsta deginum okkar her eyddum vid a strondinni en strondin herna er eins og a postkorti. Hvitur sandur og taer sjor. Vid elskudum thetta! Lagum i solinni, fullkomin golan kaeldi okkur nidur, svo ekki vard of heitt og svo lekum vid okkur i sjonum eins og litlir krakkar.

Strondin okkar :)

Vid hofdum fylgst med fullt af folki leika ser i oldunum eins og thad vaeri bara minnsta mal i heimi. Vid akvadum svo ad lata vada sjalfar - Bylgja halfhraedd vid hafid og eg, algjor byrjandi i olduleikjum. Eg skal sko segja ykkur thad ad thessar oldur herna eru sko enginn barnaleikur - vid hofdum ekki vadid langt thegar oldurnar hofdu hent okkur aftur upp a strond, thar sem vid lagum i hlaturskasti i sandinum.
Vid letum tho vada aftur og nadum talsvert betri arangri en i fyrstu tilraun. Mikid sem vid skemmtum okkur vel - med sundfotin stundum ekki alveg rett stadsett (sennilega thad fyndnasta sem eg hef sed) og med sand a otrulegustu stodum. Uppur komum vid svo skellihlaejandi, med blaedandi sandsar og alveg faranlega gladar med lifid. Skelltum okkur a bekkina og leyfdum solinni adeins ad vinna i brunkunni. Thad styttist ju i heimfor og thvi kominn timi a ad safna sma lit :)

Thegar upp a hotel var komid trudi eg ekki minum eigin augum. I fyrsta lagi var eg svo solbrunnin ad eg hef aldrei kynnst odru eins. Ja, sjor, fullkomin gola og solskin eru vist ekkert besta blanda i heimi - thratt fyrir ad vera utmakadar i solarvorn. En ekki nog med thad, tha hafdi harid a mer skipt um lit - a einum degi! Um kvoldid var andlitid a mer ordid half fjolublatt a litinn og harid var hvitt. Eg hef att betri daga, thad verdur ad segjast ;) haha

Thad tharf liklega ekki ad taka thad fram ad naestu dagar voru lausir vid heimsoknir a strondina og inniheldu talsvert mikid af aloe vera. En thetta hefur sem betur fer jafnad sig nokkud vel. Sma hudflagn og litabreytingar eru ekki eins dramatiskar og thaer byrjudu og heimsoknir a strondina eru nuna ordnar ad daglegu amstri. Lausar vid bruna, audvitad. Fyrsti dagurinn voru byrjendamistok sem ekki verda endurtekin.

Ad leyfa ser adeins.. kaka og hvitvin a strondinni :)
Annars hefur lifid her i bae gengid nokkud ljuflega. Her er dasamlegur matur og vingjarnlegt folk. Vid hofum tho fengid talsvert mikid af vidvorunum um ad ganga alls ekki med toskur a okkur og reyna ad takmarka thad sem vid hofum med okkur thegar vid forum ut, thvi ran eru mjog algeng herna og thad eru daemi um ad konur hafi hreinlega daid thegar thaer hafa ordid fyrir bardinu a thjofunum. Vid forum thvi ad ollu med gat og possum ad vera ekki einar a ferd, seint a kvoldin.

Thad var einmitt seint um kvold sem vid kynntumst "mommu", sem er kona sem rekur matsoluvagn herna i bae. Vid vorum a leid heim thegar vid akvadum ad koma vid a thessum matarvagni til ad kippa med okkur einu baguetti i nesti. Tharna var tho ekkert baguette ad fa en tveir menn, annar fra Astraliu og hinn fra Sudur Afriku - fullyrtu ad tharna fengjum vid besta vietnamska matinn i baenum. Vid letum ekki segja okkur thad tvisvar, fengum okkur saeti og bidum eftir kraesingunum. Thetta var sko alls engin lygi - Astralinn sem hefur buid i Vietnam i fjolda morg ar maelti med "steak and egg" og gud minn godur hvad thad bragdadist vel. Eg fae eiginlega bara vatn i munninn vid tilhugsunina! Bylgja gaeddi ser a nudlum sem voru lika dasamlegar og vid vorum stadradnar i ad tharna myndum vid sko borda aftur og aftur og aftur.
Bylgja, niraeda vinkonan, Peter fra OZ og "Momma"
Vid satum tharna dagoda stund med "mommu", monnunum tveim, niraedri konu sem byr hja "mommu" og fleiri heimamonnum og spjolludum um daginn og veginn. Thegar kom svo ad kvedjustund vorum vid rukkadar um 55 thusund  dong sem eru taeplega 3 dollarar. Vid borgudum "mommu" 100 thusund dong og akvadum ad afganginn fengi hun ad eiga, svo godur var maturinn.

Morguninn eftir voknudum vid, enn i skyjunum eftir thessa gomsaetu maltid og vorum stadradnar i ad tharna myndum vid sko borda aftur um kvoldid. Um midnaetti var gamla ad koma ser fyrir og vid maettar. Steak and egg var a matsedlinum og vid bidum spenntar. Rottan sem var a roltinu tharna skammt fra minnkadi adeins ljomann fra kvoldinu adur en maturinn var ekki verri. Omm nomm nomm. 


Thegar matseldinni var lokid fekk "momma" ser ser saeti hja okkur og for ad spjalla. Thar fengum vid ad heyra allt um raunir hennar, hvernig hun tharf ad vera tharna a hverri nottu og ad hun nai bara ad sofa i tvo tima a solarhring. Thad er ekki moguleiki fyrir hana ad taka ser fri eitt kvold, nema henni askotnist 1-2 milljonir donga - thvi a hverjum morgni kemur mafian til hennar og rukkar hana um 600 thusund. Ja "momma" er einstaed 63 ara gomul modir, med 10 ara gamlan son. Saman bua thau i ibud sem er ekki med rafmagn og hja theim bua tvaer aldradar konur sem "momma" ser fyrir. Fyrir ibudina og fleira skuldar "momma" Mafiunni 30 milljonir donga. Aej hvad hun atti bagt og tarin runnu svoleidis nidur kinnarnar a aumingja konunni. Hun a einmitt tvo eldri syni, 41 ars og 36 ara, sem hun heyrir aldrei i. Their skildu hana bara eftir i eymdinni og lata hana aldrei hafa peninga. Their vildu ad hun myndi selja yngsta son sinn, en henni hafdi fyrir morgum arum verid bodnir 20 thusund dollarar fyrir barnid. Hun thvertok audvitad fyrir thad, thvi hun elskar son sinn og vill frekar vera fataek en an sonar sins.
Thegar tharna var komid maetti a svaedid stelpa fra Filipseyjum ad rukka "mommu" um 200 thusund dong, sem hun hafdi fengid lanud um morguninn til thess ad kaupa i matinn fyrir nottina. En "momma" sem var bara ad opna basinn atti audvitad ekki 200 thusund dong svo snemma kvolds. Stelpan var mjog skilningsrik, thvi samband hennar og "mommu" virkar thannig ad thaer hjalpa hvorri annarri.

Raunarsaga, ekki satt?

Eg verd ad vidurkenna ad eg var virkilega midur min fyrsta korterid af gratnum og sogunum af hormungar lifi aumingja konunnar. Svo for mer eitthvad ad finnast thetta gruggugt og fannst bara vanta ad "momma" hreinlega baedi okkur um ad gefa ser allar thessar milljonir sem hana vantar. Svo thegar Filipeyska stelpan kom var eg alveg komin med nog. Tha akvad gamla ad bjoda okkur i mat heim til sin. Hun var farin ad kalla okkur daetur sinar og vildi endilega ad vid myndum eyda kvoldi med fjolskyldunni, i rafmagnslausu ibudinni og hun myndi elda fyrir okkur godan mat.
Vid Bylgja komum okkur undan med thvi ad daginn eftir faerum vid i batsferd og vid vissum ekki hversu lengi vid myndum dvelja i Nah Trang. Thokkudum svo pent fyrir okkur, borgudum adeins rumlega en vid vorum rukkadar um og vorum alveg sammala um ad thetta gotuhorn thyrftum vid ad fordast.

Eg veit thetta hljomar ofsalega kalt af okkur en malid er ad herna i Asiu er ofsalega mikid af folki sem reynir ad notfaera ser turista sem thau halda ad eigi mikid af peningum. Fyrir theim er samasem merki a milli thess ad vera vestraenn i utliti og thess ad vera rikur. Vid hofum sed thetta allt saman. Folk meira ad segja nytir ungaborn i ad reyna ad na meiri peningum utur folki.

Bylgja hefur verid voda veik fyrir thessum betlurum. Vorkennir ollum alveg svakalega og faer sting i hjartad i hvert skipti sem einhver nalgast okkur. Thad er ekki alveg somu sogu ad segja um mig.. En allavega, Bylgja hefur lika verid mjog dugleg vid ad spyrja heimamenn og vestraent folk sem byr a svaedinu um thessa betlara og their hafa allir somu sogu ad segja. Megnid af thessum betlurum eiga nog af peningum, gera thetta thvi thau vilja ekki vinna og margir hverjir eru hreinlega fyllibyttur ad safna fyrir naesta fyllerii.

Audvitad er ekki haegt ad setja alla undir sama hattinn en thvi midur er thetta svona. Madur verdur bara ad reyna ad sigta ut hverjir eru svikarar og hverjir ekki. Gefa theim sem madur vill og hugsa svo ekki frekar ut i thad.

Mikid sem vid thokkum oft fyrir ad vera Islendingar.

En jaeja nog um thetta.

Vid hofdum heyrt ad i Nah Trang vaeri algjort must ad fara i siglingu. Thad vaeri adal partyid og engin sem aetti leid her um maetti missa af thessari snilld. Vid spjolludum vid nokkra ferdalanga og fengum thaer upplysingar ad svokallad "Booze Cruise" vaeri adal malid. Vid skelltum okkur thvi i siglingu.
Vid vissum ekki alveg hvad vid vorum bunar ad koma okkur uti thegar okkur var skutlad ut ad bryggju, fylgt um bord i bat og okkur rettir drykkir. Vid sigldum svo af stad, akkeri sett nidur i einhverri vik og partyid byrjadi.
Thetta var semsagt ekki floknara en svo ad folk var a bati med frium drykkjum og frium mat. Tharna vorum vid i fjora tima i godum felagsskap og skemmtum okkur konunglega. Ekki mjog flokid ad skemmta einfoldu turistunum. haha
Mjog gaman, en kannski ekkert "must do" - amk ekki fyrir menningarlegar domur eins og okkur Bylgju ;)  

En jaeja a morgun hofum vid hugsad okkur ad yfirgefa thennan yndislega bae og halda til Hoi An thar sem maturinn a vist ad vera himneskur og thar a lika ad vera frabaert ad lata sauma a sig fot og sko. Hljomar vel i okkar eyru :) Planid er ad vera thar i nokkra daga adur en vid holdum til Hanoi og Halong Bay. Lata sauma nokkur dress og jafnvel kikja a matreidslunamskeid :) Hlakki hlakki til!

Thangad til naest - knus a klakann :*

- Silja Margret

Saturday, March 5, 2011

Siem Reap-Phnom Penh-Ho Chi Minh

Godan og blessadan

Ferskar i Angkor Wat
Vid kvoddum Siem Reap 26.januar eftir ad hafa sed solarupprasina i Angkor Wat daginn adur og eytt deginum a rolti um musterin a thessum fallega stad. Thad var thvi midur skyjad thegar solin kom upp en thetta var samt sem adur mjog fallegt. Vid leigdum okkur tuk tuk allan daginn thar sem ad Angkor svaedid er mjog stort og margir tugir  mustera sem haegt er ad skoda. Vid akvadum ad skoda tiu helstu musterin og vorum sottar kl 5 um morguninn og runtudum svo a milli mustera thar sem vid gengum um, vorum reykelsisrippadar, fengum buddha blessanir, gafum litlum bornum armbondin okkar thvi vid vildum ekki kaupa theirra og tokum turistamyndir. Eg vildi endilega kynnast bilstjoranum okkar og spurdi hann thvi thegar hann sotti okkur hvad hann heti. Hann sagdist ekki heita neitt! Thad fannst mer undarlegt og spurdi hann hvers vegna hann heti ekkert. "Nu thvi mer var aldrei gefid nafn" svaradi hann. Mer fannst thad hrikalegt og sagdi vid hann ad allir yrdu ad eiga nafn og spurdi hvort hann vildi ekki bara velja ser nafn. Hann hugsadi sig adeins um, en akvad svo ad vid skyldum kalla hann Blue, tuk tukinn hans var einmitt blar svo vid runtudum med Blue a blaa tuk tuknum allan daginn og hann hugsadi vel um okkur. Spiladi Backstreet Boys log fyrir okkur af simanum sinum og song thess a milli upp i vindinn :) Ljufur drengur hann Blue.

Nattfataparty a midjum degi
Her i Kambodiu er folkid elskulegt, mjog heimilislegt ad maeta konum a nattfotunum hvenaer solarhringsins sem er og sja karlmennina bera ad ofan. Endalaust nattfataparty herna megin a hnettinum. Vid erum reyndar ekki bunar ad taka thatt i thessu en um leid og vid fjarfestum i fallegu nattfatasetti latum vid slag standa :)

Eftir ad hafa fengid visa til Vietnam hja ferdaskrifstofu pontudum vid okkur rutufar til Phnom Penh. Vorum frekar stressadar thegar pikk uppid okkar var ordid rumlega halftima of seint og adeins korter i brottfor til Phnom Penh. Eg hringdi a ferdaskrifstofuna, frekar stressud thar sem vinur okkar missti einmitt af rutu um daginn a sama hatt- thad gleymdist ad saekja hann, en konan sagdi mer bara ad anda rolega, rutan myndi ekki fara an okkar. Thad gekk eftir, vid vorum sottar og lofudum sjalfum okkur ad fara nu ad venjast rolegheitunum og haegaganginum herna, timi til kominn. A leidinni a rutustodina lentum vid i fyrsta arekstrinum okkar i Asiu. Eg er nu frekar hissa a ad thad hafi ekki gerst fyrr a midad vid kaosid sem rikir herna a gotunum. Enginn slasadist sem betur fer og vid vorum mjog anaegdar ad vera inni i bil en ekki a motorhjolinu sem klessti a hlidina a okkur.

Thegar vid komum a rutustodina fengum vid fremstu saetin i rutunni. Frabaert thar sem ad eg er alltaf frekar nojud i rutuferdunum okkar yfir aksturslagi bilstjoranna og tharna var eg komin med VIP saeti, beint fyrir aftan bilstjorann svo eg gaeti nu orugglega sed allt sem fram faeri a veginum. Eg fekk leyfi til ad hlaupa a klosettid adur en vid logdum af stad og eg rauk af stad thar sem nokkrar minutur voru i brottfor. Eg pissadi a methrada og hljop sidan aftur ut i rutu. Thar sem eg er a hardaspretti fram hja nokkrum karlmonnum (berum ad ofan audvitad) tha kalla their a mig og reka upp skellihlatur: Lady! Lady! Eg veit ekki hvernig eg attadi mig a thvi hvad var ad gerast en eg var of vandraedaleg til ad lita vid eda thakka fyrir abendinguna. Haldidi ad min hafi ekki bara verid a hardahlaupum og buxurnar (sem eru ordnar adeins vidar um mittid) runnar nidur a midjan rass! Tharna var eg hlaupandi um, flassandi boxerunum minum a karlmennina sem skemmtu ser konunglega yfir atvikinu, en eg girti upp um mig a ferd og kom svo frekar skommustuleg inn i rutu.

Afmaelis Silja
Rutuferdin gekk vel og vid hofdum thad rosa fint i Phnom Penh. Eyddum thremur dogum thar (27,feb-1.mars) sem vid nyttum i ad rolta og skoda okkur um, fara a safn, halda upp a afmaelid hennar Silju sem var 28.februar og fara i nudd og fotsnyrtingu (afmaelisdekur). I Phnom Penh er svakalega skemmtileg kvoldmenning. Um leid og rokkva tekur tha flykkist folk a arbakkann og fer i badminton, situr og spjallar vid vini og fjolskyldu, bornin leika ser um allt, folk fer ad skokka i gallabuxunum og svo eru erobiktimar a midjum torgum thar sem allir skella ser i nokkrar aefingar med kennara a spariskonum fyrir framan sig med dundrandi danstonlist! Otrulega skemmtilegt :)

Rum sem notad var til pyntinga
Vid forum a Tuol Sleng, Genocide museum thar sem vid laerdum um hryllingssogu Kambodisku thjodarinnar a medan Raudu Khmerarnir voru vid vold i landinu (Khmer Rouge) fra arinu 1975-1979. Safnid var skoli adur en Raudu Khmerarnir toku yfir tvhi og breyttu thvi i oryggisfangelsid S-21 og nyttu thad sem pyntingar-og utrymingarstad fyrir svikara og politiska fanga. A thessum fjorum arum voru 20.000 fangar drepnir i Tuol Sleng (fyrir utan born) en alls er talid ad um thrjar milljonir Kambodiumanna (menn, konur og born) hafi latist vegna vannaeringar, ofreynslu a okrunum eda verid drepin a valdatima Khmeranna.

Markmid Raudu Khmeranna var ad bua til stettlaust samfelag sem byggdi a landbunadi og thvi var ,,elitan", allir stjornmalamenn og folk sem tengdist rikisstjorninni a einhvern hatt, kaupmenn, kennarar og menntafolk myrt. Hagkerfid var lagt i rust, bonkum, sjukrahusum og skolum lokad og folk var rekid fotgangandi ur borgunum ut i sveitir thar sem fjolskyldum var sundrad og folk latid vinna a okrunum. Uppreisnarmenn gegn Salot Sar (Pol Pot) sem var leidtogi Raudu Khmeranna voru drepnir a stadnum eda fluttir i S-21 oryggisfangelsid thar sem theirra bidu pyntingar og svo daudi.

Modir og barn sem voru myrt i Tuol Sleng
Eftir ad Vietnamski herinn sigradi Raudu Khmeranna arid 1979 tha var S-21 fangelsinu breytt i safn til ad halda minningunni um hryllinginn a lofti til ad koma i veg fyrir ad eitthvad thessu likt gerdist aftur. Thegar Vietnamski herinn kom i S-21 tha voru einungis sjo menn thar a lifi. Thetta voru allt menn sem hofdu lifad af med thvi ad nota haefileika sina sem malarar eda ljosmyndarar thar sem ad Raudu Khmerarnir maeldu haed og toku mynd af ollum theim fongum sem komid var med i fangelsid og heldu nakvaemar skrar yfir ,,afrek" sin. Malararnir voru latnir mala myndir af Pol Pot (Brodur 1) og theim pyntingar og drapsadferdum sem notadar voru.

Ad labba i gegnum safnid var hrikaleg upplifun og tok rosalega a okkur. Safnid er nanast i upprunalegu astandi sidan Vietnamski herinn sigradi Khmerana og thegar vid gengum a milli klefa og herbergja saum vid adstoduna sem folkid lifdi vid (tha 3-7 manudi sem thad var i haldi adur en thad var drepid) og pyntingartaekin sem notud voru til ad fa upp ur theim falskar jatningar sem urdu tha daudasok (t.d. ad thau ynnu fyrir KGB, CIA eda hefdu reynt ad leida uppreisn gegn Pol Pot- sem folkid hafdi audvitad ekkert gert). I loftinu saum vid blodslettur fra pyntingunum, saum kedjurnar sem notadar voru til ad hlekkja folkid vid rumin (varla haegt ad kalla thetta rum samt), a veggjunum voru myndir af likum sem voru afskraemd eftir pyntingar, malverk af pyntingaradferdum, heilu skaparnir af hofudkupum og svo upplysingar um leidtoga Raudu Khmeranna og theirra sjo fanga sem sluppu lifandi fra S-21. Eins og thetta hafi ekki verid nog til ad koma manni i uppnam og finna til mikillar samkenndar og sorgar med Kambodisku thjodinni tha hittum vid mann fyrir utan sidustu bygginguna a safninu.

Vid stoppudum a bas til ad kaupa okkur vatn og saum thennan gamla mann sitja a bordi vid hlidina a basnum ad selja baekur. A bordinu var midi sem a stod ,,Thetta er Bou Meng einn af sjo sem sluppu lifandi fra Tuol Sleng". Madurinn heilsadi okkur og syndi okkur bokina sina. Hann taladi ekki ensku en syndi okkur mynd af Pol Pot (leidtoga Raudu Khmeranna) og hristi hausinn med reidisvip a andlitinu. Hann opnadi bokina svo a odrum stad og syndi okkur mynd af ungri konu. Hann benti a hana og sagdi ,,My wife" og benti a augun sin og renndi fingri nidur eftir kinninni a ser eins og tar en augun hans voru full af tarum. Vid hofdum lesid um thad inni i safninu ad konan hans var skotin fyrir framan hann af Raudu Khmerunum eftir skipun fra Pol Pot. Gud minn almattugur hvad thetta var erfitt. Vid hofum enga hugmynd um thann hrylling sem greyid folkid gekk i gegnum en allir yfir 40 ara aldri i Kambodiu thekkja thessa tima af eigin reynslu og yngri kynslodirnar eiga foreldra eda afa og ommu sem upplifdu thetta. Medalaldurinn i Kambodiu er einungis 22 ar thar sem ad stor hluti thjodarinnar do a valdatima Raudu Khmeranna.

Fjoldagrof thar semm 450 lik voru grafin upp
Thratt fyrir ad thad hafi verid hrikalegt ad sja thetta og laera um soguna sem er blodi drifin, tha er thetta samt eitthvad sem madur verdur ad gera. Vid vottudum fornarlombunum virdingu okkar thegar vid forum a Cho Ek, Killing Fields, thar sem fjoldamord voru framin daglega og likunum hent morg hundrud saman i fjoldagrafir.
Silja gleymir orugglega aldrei thessum afmaelisdegi en vid eyddum afmaelisdeginum hennar i ad skoda Tuol Sleng (S21) safnid og Killing Fields. Tokum thvi rolega um kvoldid, bordudum a svaka finum rooftop veitingastad og forum snemma i hattinn enda attum vid bokad far til Vietnam daginn eftir.

Ferdalagid til Vietnam gekk ljuft og snudrulaust fyrir sig. Kynntumst stelpu fra Bretlandi i rutunni, Isis, og akvadum ad halda upp a afmaelid hennar Silju almennilega thad kvold thar sem vid vorum frekar slappar og andlega theyttar eftir sofnin daginn adur. Ekki fleiri ord um thad, en kvoldid var frabaert og vid kynntumst fullt af folki.

Afmaelisfognudur med Isis
A degi tvo i Vietnam fundum vid okkur odyrara gistiheimili thar sem folkid er yndislegt. Spjalla vid okkur um alla heima og geima thegar vid komum heim a daginn, vilja allt fyrir okkur gera, eru sibrosandi og svo er eg lika ad kenna naeturverdinum (ca 19 ara gutta) ensku a kvoldin :)

Vid heldum ad vid vaerum ordnar ollu vanar i umferdinni i Asiu en annad kom i ljos thegar vid maettum til Saigon (Ho Chi Minh). Vespu og motorhjolaflodid herna er gjorsamlega outskyranlegt- ad okkur finnst en vid fengum utskyringu a thvi i gaer: Ef strakarnir eiga ekki vespu tha na their ser ekki i stelpu, thess vegna eru allir a vespum!
Notre Dam Cathedral


Her eru gangbrautir en engin gangbrautarljos. Eins heimskulega og thad hljomar tha tharf madur bara ad ganga eins haegt og madur getur yfir gotu thar sem er brjalud umferd og krossa fingur ad madur komist heill yfir. Enginn graenn kall eda raudur kall her (thar sem their eru er hvort sem er ekki tekid mark a theim). Thetta er mjog stressandi fyrst en vid erum adeins ad sjoast i thessu. Med haegaganginum yfir gotuna fa bilstjorarnir sens a ad sveigja fram hja ther og koma i veg fyrir arekstur (ekki sens ad their stoppi eda haegi a ser).

Vietnam a einnig hrikalega sogu eins og Kambodia og eg er mjog hissa a ad vid hofum ekki laert neitt um thetta i skolanum, Silja man eftir einum val-soguafanga i Flensborg thar sem sagt var fra Raudu Khmerunum en eg man ekki eftir thvi ad hafa laert neitt hvorki um Nam ne Kambodiu. Otrulegt.

Eins og vid skiljum stridid sem stod yfir i sautjan ar tha var thetta strid a milli nordur og sudur Vietnam thar sem kommunistar voru i nordrinu en kapitalistar i sudrinu. Bandarikjamenn skarust i leikinn og gengu til lids vid sudur Vietnamska herinn en ullu meiri skada en their gerdu gagn og stridinu lauk med sigri kommunista. Viet Kong voru guerillur eda her folksins kommunistamegin. I thorpinu Cu Chi byggdu Viet Kong 258km langt gangnakerfi sem var allt tengt og otrulegur arkitektur og virkadi sem theirra besta hernadaradferd. Gongin eru ekki nema 80cm breid og 130cm ha (laegri sumsstadar) en eins og guidinn okkar sagdi tha eru thau svona litil til ad ,,feitu rassarnir a Amerikonunum komist ekki i gegnum thau ef their finna thau". Bandarikjamenn vissu af gongunum en attu i miklu basli med ad atta sig a byggingu theirra og Viet Kong villtu fyrir theim med hinum ymsu leidum. Eins slaem og sagan er tha voru nokkrar adferdir sem guideinn okkar sagdi okkur fra broslegar. A timabili bjuggu 16thusund Viet Kong hermenn i gongunum og ein gongin lagu til hofudstodva Bandariska hersins thar sem Viet Kong hermenn stalu vopnum fra theim a nottunni.

Stulka faedd 2008 og ber einkenni efnaeitrunar
Bandarikjamenn spreyudu rosalegu magni af efnavopnum a raektarland, skoga og vatnsbol i Vietnam sem urdu morgum ad bana og eru ENN THANN DAG I DAG ad valda skada! Born eru ad faedast svo afskraemd og fotlud ad thad er hrikalegt. Myndirnar a safninu voktu hja okkur ohug og saga Vietnam er lika bodi drifin.

I Cu Chi laerdum vid s.s helling um Viet Kong og hvernig folkid komst af. Eg for ofan i 80cm breida holu sem var  falin i skoginum, gekk 120m i gegnum gongin sem eru 1m a breidd x1.3m a haed (buid ad breikka thau ur 80cm til ad turistar komist thar i gegn) og fann fyrir sma innilokunarkennd og myrkfaelni. Vid Silja vorum sidan medal farra stelpna i ferdinni sem skutum af Kalashnikov riffli, betur thekktur sem hinn russneski AK47 riffill en Viet Kong barust adallega med thessum riffli thar sem hann virkar i vatni annad en M16 sem Bandarikjamenn notudu. Thad var magnad ad finna kraftinn i thessu vopni og vid skulfum af adrenalini eftir skotin en vid fengum fimm a mann.

Pinu hraedd i Cu Chi gongunum (1.3mx1.0m)
Vid erum s.s. bunar ad laera helling um sogu Vietnam og Kambodiu a sidustu dogum asamt thvi ad skoda okkur um. Vietnam lofar godu en eftir fimm daga i Ho Chi Minh aetlum vid ad fara til Nah Trang a morgun. Stoppum liklega thar i viku, forum svo til Hoi An og thadan til Hanoi og Halong Bay.

Facebook virkar ekki i Vietnam nema a einhverju steinaldarformi med ologlegum leidum og bara i stuttan tima i einu eftir mikla fyrirhofn svo vid skellum inn myndum thegar vid komum i annad land.

Vonandi erud thid adeins frodari eftir lesturinn. Kossar heim a klakann

Bylgja

Thursday, February 24, 2011

4000 Islands og Siem Reap

Hae vinir :) 


Thegar eg kvaddi ykkur sidast var eg uppfull af vaentingum fyrir 4000 eyjum Mekong arinnar i Laos. Thad var nu meiri otharfinn.


Eftir ca 16 klukkustunda ferdalag komum vid a eynna Don Det (ja heimamenn eru nu thegar med boli til solu sem segja "Been there, Don Det" svo ekki halda ad thid seud med goda grodaleid i hondunum!). Ferdalagid innihelt 10 tima rutuferd med svefnrutu, 5 tima i skitugum minibus thar sem Bylgja sat vid hlidina lusugum (ostadfest) ofurhippa og batsferd med hefdbundnum asiskum trebat restina af leidinni.


Thegar eg kom i svefnrutuna leyst mer nokkud vel a adstaedur. Rutan skiptist i fjoldan allan af 2 manna rumum sem folk gat komid ser fyrir i og sofid megnid af ferdinni. Eg reyndar hugsadi med mer ad thad vaeri nu alveg okkar heppni ad vid fengjum sitthvort rumid til ad deila med heimamonnum en su vard ekki raunin. Nei nei, stelpurnar fengu oftustu "saetin'' en aftast i rutunni var ad finna 4 manna rum! Jibby! Thad voru ekki jafn stor brosin a okkur og Lao monnunum tveim sem skridu upp i til okkar vid brottfor. Thad for svo ad Bylgja fekk ad sofa i  fangi annars theirra, en their voru ekkert ad hafa ahyggjur af thvi ad koma yfir a okkar helming. Sjalf svaf eg eins og engill mest alla leidina - held eg neydist til ad fjarfesta i ruggara thegar eg kem heim, finnst ekkert sma notalegt svona rugg inn i svefninn :)


Apinn, vinur okkar
En ja aftur ad Don Det. Thegar vid komum i hofn, sem reyndist vera orlitil badstrond litum vid hvora a adra og hugsudum med okkur hvurn fjandann vid vaerum bunar ad koma okkur ut i. Tharna hvorki neitt serstaklega fallegt ne ahugavert umhverfi. Hreysislegir veitingastadir og.. biddu ja.. ekkert annad. Ju reyndar var tharna einn api i ol - mikid sem thessi api gladdi okkur :)


Bylgja a hotel verondinni vid Mekong
Vid akvadum ad gera gott ur thessu - komum okkur fyrir i kofanum okkar og settumst svo a hotel verondina vid Mekong og pontudum okkur Beer Lao. Tharna satum vid allan daginn og bodudum okkur i solinni ju og Bylgja badadi sig lika adeins i Mekong. 



Bilstjorinn okkar
Naesta dag var svo komid ad bleiku hofrungunum. Vid, asamt tveimur stelpum fra Israel, logdum af stad i dagsferd ad skoda staersta foss Sud Austur Asiu og svo a skoda ferskvatns hofrungana. Vid sigldum aftur upp a meginlandid thar sem bilstjorinn okkar tok a moti okkur. Bilstjorinn okkar sem var eitthvad i kringum 12 ara aldurinn, se eitthvad ad marka utlitid a drengnum.


Fossinn var nokkud flottur. Kilometer a breidd og 15 metrar a haed og brjalaedislega kraftmikill. Vid tokum nokkrar myndir og                        
skemmtum okkur svo konunglega vid ad fylgjast           
med asiu turistunum taka thusundir mynda i allskyns posum. Vid hofum komist ad thvi ad folki herna i asiu finnst ekkert vandraedalegt ad taka uppstilltar myndir og timerinn a myndavelunum er bestasti besti vinur theirra. Mjog anaegjulegt fyrir ferdalanga a vid okkur Bylgju :)


Tha var komid ad thvi! Bleikir hofrungar godann daginn! Vid forum med trebati sma spol ut a Mekong, batsmadurinn slokkti svo a velinni og sagdi okkur ad hlusta. Orfaum minutum sidar heyrdum vid svo i hofrungunum og nokkrum sekundum sidar voru their farnir ad lata sja sig. Einn tok almennilegt hofrungastokk uppur anni en hinir letu ser naegja ad kikja og sveifla spordinum :)
Otrulega gaman! Tharna komumst vid lika ad thvi ad ferskvatns hofrungar eru bara hreint ekkert bleikir! hahaha
Stelpurnar a Mekong
Their eru bara alveg eins og litinn og venjulegir hofrungar en nefid a theim er klesst nidur. Sma vonbrigdi okkar megin en vid vorum fljotar ad jafna okkur a thessu. Ihugudum ad photoshoppa nokkrar myndir til ad thykjast hafa sed bleiku kvikindin en ottudumst ad einhver gaeti komid upp um okkur thar sem thessir bleiku eiga vist heima i Amazon :) hahah 1-0 fyrir Amazon 


Eftir ferdina tok svo vid rolegheita kvold a eynni, thar sem vid attum pantada fyrstu ferd burt thadan morguninn eftir. Leidin la til Siem Reap, Kambodiu.


Med trebat komum vid a meginlandid thar sem vid fylltum ut visa umsokn fyrir Kambodiu, afhentum vegabrefin okkar og borgudum ameriska dollara fyrir. Naest var okkur skutlad upp i rutu sem var ofhladin folki og vid neyddumst til a sitja a golfinu - ekki ad eg kvarti - nogu margir gatu ekki sest nein stadar. Svona keyrdum vid i gegnum landamaerin sem voru i ca 30 minutna fjarlaegd. Thar beid onnur ruta og talsvert kaos um hver aetti ad vera hvar.
Thetta hafdist tho allt a lokum, vid fengum saeti, vegabrefin i hendurnar og logdum af stad i att til Siem Reap.


A leidinni, sem tok eitthvad i kringum 15 klst, var stoppad a veitingastad thar sem vid gatum fengid okkur ad borda og farid a klosett. Vid Bylgja akvadum ad vera djarfar og panta okkur innlendan mat a medan sumir samferdamenn okkar letu ser naegja baguette med osti eda melonur.. Bylgju matur var gomsaetur, eitthvad graenmetis sull og hrisgrjon. Minn hinsvegar.. Eg pantadi mer kjuklingarett og hrisgrjon. Tok fyrsta bitann og mikil oskop hvad thetta var ogedslegt. Eg akvad tho ad vera engin vaelukjoi og lata mig hafa thetta, matur er matur. Tok annan bita upp i skeidina og var vid thad ad stinga honum upp i mig thegar eg tok eftir thvi ad thad var fjodur afost kjuklingnum. Eins gott ad eg elska hrisgrjon.. Segi ekki meira.


A klosettinu beid min svo daudur froskur, ljosbleikur ad lit. A thessum timapunkti var eg farin ad elska rutuna sem eg hafdi ekki verid neitt serstaklega hrifin af fram ad thessu.


Afram helt ferdin og vid keyrdum a vaegast sagt skrautlegum vegum i gegnum fjolda morg thorp og saum mikid af folki. Eg var farin ad halda ad ekki vaeru til karlmanns flikur i landinu nema buxur eda stuttbuxur thar sem allir mennirnir a vegi okkar voru berir ad ofan og konurnar klaeddar i nattfot. Ja skrautlegar nattbuxur og skyrtu i stil. Sumar toppa thetta svo med haum haelum og teiknimyndasokkum. Svo eftir thvi sem naer dro borginni for eg ad sja menn i skyrtum og bolum og faerri konur i nattfotum, en tho sjaum vid enn fjolda kvenna i nattfotum a gotum uti herna i borginni. Frekar fyndid :)


Jaeja, naesta matarstopp var i vegasjoppu og leid flestra ur rutunni la beint a salernid i myrkrinu. Thar maettu okkur kakkalakkar, thusundir maura, moskito og ja nokkurn veginn allt sem okkur langadi ekki ad hitta. Eg thurfti skyndilega ekki a klosettid lengur og var farid ad klaeja utum allan kropp. Vid Bylgja akvadum ad kikja a hvad vaeri i bodi, matarkyns.
Tharna var hladbord af poddum og allskyns godgaeti. Vid vorum ekki svangar lengur. Serstaklega ekki eftir ad vid tokum eftir ad samferdafolk okkar var a fullu vid myndatokur vid hlidina a matarbordinu. Hvad var svo spennandi? Ju sodnu skjaldbokurnar sem voru i bodi.
Tharna fordadi eg mer inni rutu - ekkert svong, thurfti svo sannarlega ekki ad pissa og klaejadi um allt. 


Allt i lagi. Ferdalagid helt afram og vid komumst a leidarenda um klukkan 23:00 ad stadartima. I rutunni hafdi verid afskaplega vingjarnlegur heimamadur sem ser um ad redda folki gistingu og tuk tuk (leigubila motorhjolavagn) i Siem Reap og akvadum vid ad treysta a ad hann vaeri ad segja satt og fa hann til ad skutla okkur a huggulegt gistiheimili a godum stad.


Vid vorum orlitid smeykar thegar hann beygdi med okkur i dimmt husasund. Saum fyrir okkur ad annad hvort vaeri hann ad fara med okkur heim til sin eda ad fara ad selja okkur i vaendi. Mjoog liklegir kostir, badir tveir. En allt kom fyrir ekki og vid vorum komnar a thetta lika huggulega gistiheimili a finum stad i borginni :)


Sidan tha hefur mikid gerst. Vid erum farnar ad blota thessum vingjarnlega heimamanni a hverjum degi thar sem hann situr fyrir um okkur til ad reyna ad fa ad keyra okkur hingad og thangad. I dag komum vid a gistiheimilid med odrum bilstjora sem beid eftir okkur a medan vid skiptum um fot. Vid stukkum svo aftur ut i vagninn okkar.. Kemur tha ekki kaudi, litur a okkur og segir NICE!! Vid getum ekki neitad thvi ad vid erum ordnar pinu stressadar ad hitta hann. Vid holdum lika ad hann eigi heima a gistiheimilinu thvi hann er bokstaflega alltaf thar. Leidinda mal.


Annars hefur lifid leikid vid okkur her i borg. Vid fundum thessa lika finu sundlaug a fronskum veitingastad thar sem vid hofum notid lifsins eins og prinsessur i mesta hitanum. Vid erum bunar ad fara i fiskanudd og fotanudd. Rolt um markadi, fylgst med kambodiskri danssyningu og ju sed solsetrid i Angkor Wat.


Sundlaugin "okkar" :) :) :)
 
Thjonninn "okkar"

Fyrir ykkur sem ekki vitid hvad Angkor Wat er, maeli eg med thvi ad thid googlid thad. Thetta er staersta truarbygging i heimi og alveg otrulegt mannvirki. Oft kallar attunda undur veraldar. A svaedinu er thvilikur fjoldi mustera og thad er alveg margra daga verk ad komast yfir thetta allt saman. Hluti af Tomb Raider gerist einmitt tharna :) 


Angkor Wat
Eftir radleggingar fra odrum ferdalongum akvadum vid ad skoda thad helsta thvi musterin eru vist mjog mis merkileg. Vid verdum thvi sottar klukkan 5 i fyrramalid til ad sja solarupprasina i Angkor Wat, en hun a vist ad vera ogleymanleg. Deginum munum vid sidan eyda i ad skoda okkur um og vonandi taka heilan helling af myndum.


Thad er thvi svo sannarlega kominn timi a ad stelpurnar skelli ser i hattinn, enda klukkan ad nalgast midnaetti her i heiminum.


Sillis og Angkor Wat














- Knus til ykkar allra

Silja Margret :)

Friday, February 18, 2011

Laos: Vang Vieng - Vientiane

Hallo gott folk :) (myndalaust blogg ad thessu sinni thar sem tolvan er ad strida mer.. Baeti theim vonandi inn fljotlega!)

Tha hofum vid Bylgja kvatt omenninguna i Vang Vieng og erum komnar i hofudborg Laos, Vientiane.

I Vang Vieng folst lifid adallega i thvi ad skemmta ser vel og mikid. Eiginlega of mikid, en thad ma alveg stundum ;)
Baerinn gerir ut a svokallad tubing, sem er heldur outskyranlegt daemi. Thad felst eiginlega i thvi ad fljota a milli bara, sem eru stadsettir vid anna, a belgjum.. A hverjum bar er svo dundrandi tonlist og allir ad dansa. Tha er lika likamsmalun i gangi, rennibrautir ut i anna og svona zipline rolur.. Veit ekki hvad thad kallast a islensku en thetta eru rolur sem folk hangir i og laetur sig svo falla ur harri haed nidur i anna, allt a ognarhrada audvitad.
Thid takid kannski eftir thvi ad eg segi ad thetta se eitthvad sem "folk" gerir.. En eg held ad eg thurfi amk 2-3 lif i vidbot adur en eg laet hafa mig ut i einhverja svona vitleysu. Fyrir mig var alveg nog skemmtun ad fljota a anni og fylgjast svo med ollum brjalaedingunum setja lif sitt i haettu - dansandi kat med fotu i annarri ;) haha svona er madur mikill daredevil!

Bylgja hinsvegar, hun er stodd a allt annarri planetu en eg hvad allt svona vardar. Hun let sig vada ur himinhaum haedum og skemmti ser konunglega. Hun stokk, synti i land, nadi andanum, tok nokkur dansspor og var svo thotin af stad aftur. Svona gekk thetta hring eftir hring. Eg tok einmitt video af stulkunni en thad virdist aetla ad ganga eitthvad erfidlega ad koma theim hingad inn. Naum thvi nu samt vonandi a endanum :) Kemur kannski a svipudum tima og Bylgja losnar vid marblettina eftir stokkin ;) hahah

Thangad til er nog af videoum inn a youtube. Slaid bara inn Tubing in Laos og tha munu augu ykkar opnast ;) Litid bara framhja videoinu sem heitir eitthvad a bord vid Tubing in Laos - broken skull.. Vid akvadum amk ad gera thad :)

Heyrdu ekki ma svo gleyma thvi ad um kvoldid - ad tubing loknu - kemur a daginn ad eg var bara alls ekki su eina sem var ad taka myndband af Bylgju. Nei nei inna einum af adal skemmtistodum baejarins var myndbands upptaka i gangi fra thvi um daginn thar sem stelpan var nanast i adalhlutverki. Verst samt ad thetta var fyrsta stokkid hennar og thad i "litlu" rolunni - en thad er sama - Bylgja var fraeg thetta kvold ;) hahah

Um Vang Vieng ma eiginlega segja ad baerinn hafi verid rolegur og ljufur a daginn, thegar allir ferdalangarnir voru ad haga ser eins og vitleysingar i tubing. Sidan thegar kvolda tekur fyllist baerinn af olvudum tuburum, skreyttum likamsmalningu med saelubros a vor eftir adrenalin kick dagsins. Enginn tilbuin ad fara ad sofa audvitad :)

Enda kannski engin astaeda til, thvi nog er af stodum til ad lata timann lida tharna. Einn af okkar uppahalds var Jaidees bar. Astaedan fyrir thvi ad hann vard uppahalds er an efa Jaidee sjalfur - en hann er vafalaust hressasti barthjonn asiu. Hann er med band um ennid eins og rambo og hikar ekki vid ad stokkva upp a barbordid til ad taka nokkrar posur a milli thess sem hann hellir beint ur floskunni uppi gesti eda blandar drykki med miklum tilthrifum.

Bylgja skellti ser einmitt i sjomann vid Jaidee og annan starfsmann tharna a barnum. Eg var bara eitthvad i rolegheitunum ad spjalla vid huggulega astrali thegar einn theirra rekur upp stor augu og bendir mer a vinkonu mina thar sem hun er ad keppast vid starfsfolkid i sjomann. Eg hinsvegar sa ekkert athugavert vid thessar adstaedur thar sem eg thekki mina vinkonu og thetta er eitthvad sem hun gerir eiginlega oftar en reglulega  :) hahah
Thad var ekki fyrr en Bylgja var komin fyrir aftan barbordid ad taka armbeygjur sem eg for ad spyrjast fyrir um hvad vaeri eiginlega i gangi. Tha var stelpan bara ad keppa um fria drykki hahah :) Ekkert ad thvi! haha

Ja svona var lifid i Vang Vieng :) Otrulega skemmtilegt en mikid var naudsynlegt ad komast burtu thadan!!

Til Vientiane komum vid med pallbil. Ferdin tok ca 4.5 tima, thar sem vid satum a bekkjum aftan a pallbil i trodningi med heimamonnum. Thegar mest var vorum vid 20 manns i bilnum, allskonar illa lyktandi pokar af graenmeti og nokkur haensn. Veit ekki med Bylgju en eg var half medvitundarlaus thegar haensnin komu i bilinn og hrokk upp thegar eg allt i einu heyrdi haensnahljod i ca meters fjarlaegd fra mer. Leit beint a Bylgju og vid gatum ekki annad en brosad ad astaedunum. Thetta er Laos!

Med thessum ferdamata sporudum vid okkur lika um 20000 kip. Fyrir pallinn borgudum vid 40000 en fyrir straeto hefdum vid borgad 60000. Vid erum alveg ad tala um ca 70 islenskar kronur! hahaha
                                   
En til Vientiane komumst vid, skitugar og threyttar en lifandi og enn meira thakklatar fyrir hvad Island er dasamlegt :)

Her hofum vid ekki gert mjog mikid. Bordad goooodan mat, loksins i Laos! Kikt a markadinn, sent pakka heim fyrir halfa milljon, svitnad, svitnad og svitnad i steeeikjandi hita. I kvold munum vid svo taka 16 klst rutu til 4000 eyjanna, sem eru her sunnar i Laos. Thar erum vid ad buast vid natturuundrum, bleikum hofrungum og einhverju menningarlegu - beint i aed :)
Vid vorum ad fretta ad thad vaeru engir hradbankar a thessu svaedi, svo thad er alveg spurning hvernig er med internet thar. Krossleggjum fingur :)

Thangad til naest!

Ast og kossar heim a klakann - sa nokkra statusa a facebook um solskin i Hafnarfirdi svo thad litur allt ut fyrir ad hugskeytin sem eg er ad senda seu ad skila ser :) :) :) Verdi ykkur ad godu!

- Silja Margret

Sunday, February 13, 2011

Thailand-Laos

Hallo hallo elsku vinir!

Loksins erum vid komnar i almennilega nettengingu sidan vid forum fra Chiang Mai.

Ufff.... hvar a eg ad byrja!

Sidasta kvoldid i Chiang Mai
Vid hittum Chris i Chiang Mai sem er Breti sem eg (Bylgja) kynntist i desember i Tiger Temple. Hann eyddi viku i Chiang Mai med okkur og thar brolludum vid ymislegt. Chiang Mai er aedisleg borg og vid nutum thess ad rolta um hana, kikja i bio, skoda gamla baeinn, fara a markadi, fara i dyragardinn, horfa a handbolta, borda godan mat, fara i fanganudd (thar sem fangar i kvennafangelsi nuddudu okkur en thetta er partur af betrunaradferd fangelsisins og a ad gera thaer klarar fyrir ad fara aftur ut i samfelagid) og bara hafa thad huggulegt.

Chris tok thatt i programmi thar sem hann var munkur i manud og lifdi i musteri med munkum i manud og var lika ad kenna ensku i thorpi upp i fjollum i sjalfbodastarfi. Hann kom til okkar thegar hann klaradi og svo forum vid saman i heimsokn i thorpid og musterid.

Silja i Thailandi og eg i Burma
Thad var algjor draumur ad fa taekifaeri a ad heimsaekja hilltribe-inn. Thorpid er a naest-haesta fjalli Thailands a landamaerum Burma (Myanmnar)og Thailands. Thegar Silja stod odru megin vid gotuna og eg hinum megin tha vorum vid i sitthvoru landinu! Skemmtilegt thad.

Domurnar ad dansa fyrir okkur
Vid tokum rutu til Fang thar sem Chris var i musterinu, heilsudum upp a munkana og forum svo med Joy, vini Chris sem er fra thorpinu, upp i thorpid. Vid keyrdum i klukkutima upp i fjollin og thad vard sifellt kaldara eftir thvi sem ofar dro. Thegar vid komum i thorpid tha fekk eg halfpartinn afall.... thad bua ca 200 manns tharna og allir i bambuskofum. Bornin hlaupa um moldargoturnar berfaett eda i alltof storum eda gatslitnum skom. Thau leika ser vid haensnin, hundana og grisina sem hlaupa um thorpid og skemmta ser konunglega. Folkid vaknar kl 5 a morgnana til ad fara i vinnuna. Flestir vinna a jardarberjaokrunum eda i rosaraekt, en konungurinn kom thvi verkefni a laggirnar til ad eyda opiumraekt sem tidkadist hja svona hilltribe-um. Folkid a ekki mikid meira en fotin sem thad gengur i og tha fau muni sem eru inni i husunum theirra. Heilu fjolskyldurnar bua saman i bambuskofunum og thad er engin herbergjaskipan inni i theim, bara eitt stort rymi thar sem er eldad, bordad, setid, spjallad og sofid. Eg fekk rosalega illt i hjartad yfir thvi hvad folkid a litid en tha benti Chris mer a thad ad allir hafa nog ad borda og thad eru allir brosandi herna og lidur vel. Eg leit i kringum mig og sa hvad thad voru allir gladir og hofdu thad gott. Thau eiga husaskjol, naegan mat og goda fjolskyldu og vini.... tharf madur eitthvad meira??

Solarupprasin
Thad var hofdinglega tekid a moti okkur og planid var ad tjalda og grilla svo. Vid roltum um baeinn og forum svo og tjoldudum. Joy maetti svo med vini sina og grilladi svakalega godan mat fyrir okkur og audvitad voru hrisgrjon og graenmeti med. Vid kveiktum vardeld og satum i kringum hann ad hafa thad huggulegt. Vid keyptum whiskey og bjor sem heimafolkid var rosalega anaegt med, vid letum okkur bara naegja kok. Eftir matinn maettu sex domur ur thorpinu i fullum skruda og donsudu fyrir okkur. Thegar thaer voru bunar ad dansa tvo dansa vid undirspil skrytnasta gitars sem eg hef sed, tha budu thaer okkur ad dansa med ser i kringum vardeldinn. Thetta var otrulegt! Vid vorum staddar einhversstadar lengst upp i fjollum (i skitakulda), dansandi med hilltribe i kringum vardeld med stjornubjartan himininn fyrir ofan okkur. Mikid vorum vid anaegdar med thetta!

Vid Silja med krokkunum i thorpinu
Thad var soldid kalt i tjaldinu um nottina en vid voknudum kl 5:30 til ad horfa a solarupprasina. Thad var rosa flott ad sja solina koma upp en vid vorum sammala um thad ad solarupprasin heima er fallegri :)  Joy keyrdi med okkur um svaedid og syndi okkur jardarberjaakrana og rosaraektina og svo forum vid tilbaka i thorpid thar sem systir hans var buin ad elda rosa godan morgunmat fyrir okkur. Skrytid ad fa steikt kjot og hrisgrjon i morgunmat, en mjog gott. Eftir morgunmat gengum vid um thorpid og deildum ut snakki, nammi og kexkokum sem vid hofdum keypt fyrir krakkana. Thau voru oll rosalega thakklat og kurteis og hneigdu sig fyrir okkur. Eg vard astfangin af einu litlu barni sem var ca 5 manada og gud hvad mig langadi ad taka thad med mer heim! En thad atti goda mommu svo eg fekk adeins ad knusa thad og kvaddi svo.

Vid forum svo aftur til Chiang Mai og attum huggulegt sunnudagskvold thar. A manudeginum for Chris aftur til Englands og vid Silja tokum rutu fra Chiang Mai til Chiang Khong. Gistum eina nott i Chiang Khong og forum svo yfir til Laos. Vid tokum longtail boat i ca 3 minutur fra Chiang Khong og tha vorum vid komin til Huay Xay i Laos. Thar thurftum vid ad fa visa stimpil og thad var nu meira khaosid! Fengum stimpil a endanum en tha tok vid brjaladur tourguide sem var hreint ekki anaegdur med okkur. Vid vorum 27 saman i hop og enginn sagdi okkur hvernig hlutirnir myndu ganga fyrir sig eftir ad vid kaemum til Laos, okkur var bara skellt i batinn og siglt med okkur yfir. Thad var enginn guide med okkur svo vid settumst bara nidur og hofdum thad huggulegt.... jah thangad til tourguideinn kom og sagdi okkur ad vid vaerum ad tefja 70 manns!

Huggulegt a batnum
Hann tok stjornina yfir hopnum og kom okkur a methrada nidur ad arbakka thar sem slowboat med 70 manns beid eftir okkur. Vid aetludum nu alls ekki ad fara i thennan bat thar sem ad thad voru ekki nema 15 saeti eftir og restin af okkur 27 thyrfti ad sitja a golfinu. Eftir thras og rokraedur akvadum vid ad fara um bord thar sem ad ekkert annad var i bodi en okkur var lofad ad fa annan bat daginn eftir. Vid komum okkur fyrir a thridja farrymi, vorum aftast i batnum og satum i velarruminu, helltum okkur i glas og reyndum ad gera gott ur stodunni og hlaegja ad thessu ollu saman. Thad tokst vel og vid eyddum naestu sex klukkutimum i ad sigla nidur Mekong anna a Slow boat og eignudumst fullt af nyjum vinum.

Vid stoppudum i thorpinu Pak Beng og eyddum nottinni thar. Flestir voru bunir ad panta ser herbergi a hostelum en adrir fundu hostel um leid og their lobbudu inn i baeinn. Silja og Bylgja hins vegar..... thaer foru ad leita ad hradbanka.... eftir godan tima komumst vid ad thvi ad thad er ENGINN hradbanki i Pak Beng!!! Nu voru god rad dyr..... vid vorum nanast peningalausar, attum sma pening fyrir morgunmat a batnum daginn eftir en engan gististad. Vid sogdum tveimur vinum okkar, Justin og Philipe, fra vandraedum okkar og their voru ekki lengi ad bjoda okkur gistingu hja ser! Glaesilegt! Their budu okkur lika upp a kvoldmat thessar elskur og foru med okkur inn a veitingastad sem var med grillid opid. Vid settumst nidur og fengum salad og hrisgrjon a bordid. Eftir sma stund fengum vid thessa finu grillpinna sem litu rosalega vel ut. Eg tok bita af einum, tuggdi sma og skyrpti svo bitanum ut ur mer! Thetta var ekki kjot sem eg er von ad borda og hef ekki aetlad mer ad borda nokkurn tima a aevinni. Eg skal hengja mig upp a thad ad thetta hafi verid hundur. Eg gargadi upp yfir mig ,I'ts a dog!'  Krakkarnir voru ekki vissir en letu sig hafa thad, starfsmennirnir komu og sogdu ad thetta vaeri vatnabuffalo en eg helt nu ekki. Eg let mer naegja hrisgrjon og salad i matinn... legg ekki i ovissuna um ad eg vaeri ad borda hundakjot!

Vid svafum a golfinu hja Philipe og Jordan og voknudum mega hressar daginn eftir thar sem vid sigldum i 8 klst nidur Mekong. Thad var heldur rolegri stemning a batnum seinni daginn enda rassinn ordinn aumur af setunni og folk frekar luid.

Vid komum til Luang Prabang um kvoldmatarleytid. Eg byrjadi a thvi ad villast med okkur um baeinn, thessi kort eru frekar oskiljanleg, thangad til vid gafumst upp og tokum tuk tuk a hotel sem Lonely Planet maelti med. Vid erum haettar ad fara a hotelin sem LP maelir med.... um leid og thau vita ad thau eru i LP tha boosta thau upp verdin og eru alls ekkert huggulegri en hostelin vid hlidina a theim sem eru mun odyrari. Thetta hotel var ekkert huggulegt en vid letum okkur hafa thad i eina nott. Hentum okkur i sturtu og svo beint ut ad borda enda glorhungradar eftir batsferdina thar sem vid attum engan pening til ad kaupa mat haha!

Philipe, Jordan, Dan, Paul og Silja a diskoteki
Tokum milljon ut ur hradbanka, fengum okkur ad borda, roltum um naeturmarkadinn, forum a bar, hittum vini okkar af batnum, satum i kringum vardeld og spjolludum og forum svo a oliklegasta stad i heimi... DISKOTEK! I Laos er utgongubann eftir midnaetti svo her loka allir barir kl 23:30. Eftir ad barirnir loka tha er samt mogulegt ad fara a late night diskotek sem er opid til kl 2. Vid akvadum ad skella okkur og forum 15 saman i einn tuk tuk.... vanalega eru 8 manns limitid!

Vid komum a diskotekid og thar tok a moti okkur strobe ljos, harkalegur bassi, randyrt afengi og klammyndasyning a risaskja.... ekki leidinlegt thad! Vid akvadum ad detta bara i girinn og merkilegt nokk, thad var bara ogedslega gaman a thessu diskoteki med blondu af turistum i flipflopum og hippafotum og local i haum haelum og snipstuttum kjolum. Komum heim kl 2 og vorum midur okkar yfir ad geta ekki keypt neitt munch fyrir svefninn, en thad lokar audvitad allt fyrir tolf.

Eyddum tveimur naestu thremur dogum i Luang Prabang sem er yndisleg og falleg borg enda a heimsminjaskra UNESCO. Roltum um, eignudumst nyja vini, leigdum okkur hjol og skodudum allan baeinn, forum i skodunarferd i fossa thar sem vid syntum i iskoldu vatninu og saum svaka saeta birni i rescue center.

Maturinn i Laos er ekki jafn godur og i Thailandi, enn sem komid er amk. Vid fengum alltaf eitthvad gott sama hvada rett vid pontudum i Thailandi en her er svipad bragd af ollu sem vid hofum smakkad og ekki eins mikil fjolbreytni og i thailenska matnum.

Eyddum deginum i dag i minibus sem keyrdi okkur fra Luang Prabang til Vang Vieng. Vid tokum bilveikistoflur fyrir ferdina thar sem vid vorum bunar ad heyra slaemar hryllingssogur af vegunum herna. Ferdin tok sex klukkutima og madur var frekar aumur og stirdur thegar madur steig ut ur bilnum i Vang Vieng. Vegurinn var mjog slaemur og hlykkjadist upp og nidur fjollin og utsynid var otrulegt! Thad sem vid saum af thvi thegar vid vorum ekki halfmedvitundarlausar thar sem airconid var bilad og nanast ekkert surefni i bilnum fyrir okkur 12 sem vorum i honum saman!

Fengum fint hostel i Vang Vieng fyrir godan pening.... hittum vini okkar fra Luang Prabang og erum ad fara ad tube-a med theim a morgun.

Takk fyrir ad nenna ad lesa i gegnum alla thessa bunu! Reynum ad blogga oftar- alltaf thegar vid komumst i almennilegt net.

Verdum i Vang Vieng i nokkra daga.... googlid bara tubing in Vang Vieng til ad sja hvad mun einkenna naestu daga hja okkur stollunum :)

Astarkvedjur a klakann!

Bylgja